Katrín Júlíusdóttir, var í kvöld kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar. Katrín hefur gegnt embættinu frá árinu 2013. Var hún sú eina sem sóttist eftir kjöri í embættið nú og því var hún sjálfkörin.
Katrín var kjörin þingmaður fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi árið 2003. Hún var iðnaðarráðherra 2009-2012 og fjármála- og efnahagsráðherra 2012-13.
Eins og komið hefur fram í fréttum mbl.is hlaut Árni Páll Árnason endurkjör sem formaður flokksins í kvöld en hann vann nauman sigur á Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur þar sem aðeins munaði einu atkvæði.