Katrín var sjálfkjörin

Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir mbl.is/Kristinn

Katrín Júlí­us­dótt­ir, var í kvöld kjör­inn vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Katrín hef­ur gegnt embætt­inu frá ár­inu 2013. Var hún sú eina sem sótt­ist eft­ir kjöri í embættið nú og því var hún sjálf­kör­in.

Katrín var kjör­in þingmaður fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Suðvest­ur­kjör­dæmi árið 2003. Hún var iðnaðarráðherra 2009-2012 og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra 2012-13.

Eins og komið hef­ur fram í frétt­um mbl.is hlaut Árni Páll Árna­son end­ur­kjör sem formaður flokks­ins í kvöld en hann vann naum­an sig­ur á Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur þar sem aðeins munaði einu at­kvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert