Kaus ekki sjálfa sig

Anna Pála segist ekki hafa kosið sjálfa sig.
Anna Pála segist ekki hafa kosið sjálfa sig. mbl.is/Kristinn

Anna Pála Sverr­is­dótt­ir hlaut eitt at­kvæði í for­manns­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kvöld og sá hún ástæðu til að taka fram að það var ekki komið frá henni sjálfri. 

Anna Pála, sem er fyrr­um formaður Ungra Jafnaðarmanna deildi eft­ir­far­andi færslu á Face­book.

„Að gefnu til­efni vil ég taka fram að það var ekki ég sjálf sem kaus mig sem formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar! Það voru tveir flott­ir kandí­dat­ar í al­vöru-fram­boði í þess­um kosn­ing­um. Í fram­hald­inu stönd­um við síðan öll sam­an um það sem sam­ein­ar okk­ur - jafnaðar­stefn­una.“

Aðeins einu at­kvæði munaði á Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur og Árna Páli Árna­syni, sem hlaut end­ur­kjör, svo ljóst er að at­kvæðið sem Anna Pála fékk hefði getað skipt sköp­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert