Kaus ekki sjálfa sig

Anna Pála segist ekki hafa kosið sjálfa sig.
Anna Pála segist ekki hafa kosið sjálfa sig. mbl.is/Kristinn

Anna Pála Sverrisdóttir hlaut eitt atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar í kvöld og sá hún ástæðu til að taka fram að það var ekki komið frá henni sjálfri. 

Anna Pála, sem er fyrrum formaður Ungra Jafnaðarmanna deildi eftirfarandi færslu á Facebook.

„Að gefnu tilefni vil ég taka fram að það var ekki ég sjálf sem kaus mig sem formann Samfylkingarinnar! Það voru tveir flottir kandídatar í alvöru-framboði í þessum kosningum. Í framhaldinu stöndum við síðan öll saman um það sem sameinar okkur - jafnaðarstefnuna.“

Aðeins einu atkvæði munaði á Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Árna Páli Árnasyni, sem hlaut endurkjör, svo ljóst er að atkvæðið sem Anna Pála fékk hefði getað skipt sköpum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert