Landsmenn notuðu kassamerkið #solmyrkvi í gríð og erg í morgun þegar þeir fylgdust með sólmyrkvanum. mbl.is tók saman nokkur þeirra.
Fólk fór ýmsar leiðir í morgun þegar horft var á sólmyrkvann.
Nei, þetta er ekki þýsk tölvupoppsveit frá 9. áratug síðustu aldar #solmyrkvi #eclipse2015 pic.twitter.com/otm4VTaudR
— Brandenburg (@BrandenburgRvk) March 20, 2015
Þessi tístari er greinilega afar heillaður af myrkvum.
Leggja niður mannanafnanefnd og skíri börnin mín #almyrkvi, #sólmyrkvi og tunglmyrkvi. Hæ, Almyrkvi Ingvason. Barnabarn. Yngvi Almyrkvason.
— Ingvi Georgsson (@itgeorgs) March 20, 2015
Sumir hrópuðu af gleði þegar myrkrið skall á.
þetta var svo magnað! barnið í mér hrópaði af gleði! #solmyrkvi
— Guðrún Svavarsdóttir (@GuddaSva) March 20, 2015
Loksins sjáum við sólina...
erum ekki búin að sjá sólina í marga mánuði og þá fer tunglið fyrir #dafuq #solmyrkvi
— Elísabet Ormslev (@eliormslev) March 20, 2015
Einn af fáum björtum morgnum á þessu ári og þá skellur á sólmyrkvi.
Samt eithvað svo íslenskt að það sé sólmyrkvi í þessar fáu klukkustundir þegar það er heiðskýrt
— Þossi (@thossmeister) March 20, 2015
Aðeins rúmlega tíu ár í næsta.
Ég rétt missti af þessu. Reyni að vera tímanlega árið 2026. #sólmyrkvi
— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) March 20, 2015
Vonandi fórum við öll varlega í morgun.
Það er brunaútsala á gerviaugum #sólmyrkvi
— Trausti Sigurður (@Traustisig) March 20, 2015