Reif hljóðnemann af Heimi

Björk krefur Heimi svara.
Björk krefur Heimi svara.

Í kvöld var gengið til kosninga um nýjan formann Samfylkingarinnar en nokkurn tíma tekur að telja saman atkvæðin.

Stundin er eðlilega spennuþrungin en borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Björk Vilhelmsdóttir, hikaði þó ekki við að sprella smá. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2 vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Björk tók upp á því að rífa af honum hljóðnemann. Björk snéri hlutverkunum við og tók viðtal við fréttamannin. Heimir, sem og aðrir viðstaddir, tóku vel í uppátækið og hlógu að tilburðum Bjarkar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka