„Sjokkerandi niðurstaða fyrir flokkinn“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins í kvöld.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er náttúrulega sjokkerandi niðurstaða fyrir flokkinn og pínu skellur fyrir Árna Pál.“

Þetta sagði Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, í samtali við mbl.is á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld eftir að fyrir lá að Árni Páll Árnason hefði verið endurkjörinn með aðeins eins atkvæðis mun. Með 241 atkvæði gegn 240 atkvæðum Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur alþingismanns.

„Það er núna bara undir honum komið að sýna hvað í honum býr og leiða flokkinn í betri átt,“ segir Eva. Niðurstaðan sé þannig skilaboð til hans um að spýta í lófana. „Það gerist varla skýrarar en þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert