Stjörnukíki var komið fyrir uppi á húsi Morgunblaðsins og mbl.is við Rauðavatn í morgun til að fylgjast með sólmyrkvanum. Hér getur þú séð myndskeið sem sýnir sólmyrkvann á 90 sekúndum.
Kristján Heiðberg, hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, smíðaði sjálfur kíkinn. Mörg þúsund manns fylgdust með beinni útsendingu mbl.is úr kíkinum í morgun á meðan þessi magnaði sólmyrkvi varð.