Stórkostlegt, magnað, fallegt. „Það eru allir vinir í dag“. Þannig var sólmyrkvanum meðal annars lýst af þeim sem fylgdust með honum í Reykjavík í dag. Meðfylgjandi myndasyrpa fangar stemninguna vel.
Ljósmyndarar mbl.is voru um allan bæ að fylgjast með sólmyrkvanum og ekki síst fólki að upplifa þetta einstaka fyrirbæri. Þá hafa lesendur mbl.is verið mjög duglegir að senda inn myndir og þökkum við kærlega fyrir það.
Svona var sólmyrkvinn mestur við Blönduós. Tunglið réðst til atlögu frá hægri en náði aldrei valdi á efri brún sólar og gafst að lokum upp og hvarf til vinstri á himinfestingunni.
mbl.is/Jón Sigurðsson
Góð stemning var í Öskjuhlíð en þar var Ásatrúarfélagið með uppákomu vegna sólmyrkvans.
mbl.is/Golli
Kjartan Helgason og Hafsteinn Veigar Ragnarsson, nemendur við Menntaskólann að Laugarvatni tóku margar myndir af myrkvanum í dag.
mbl.is
Mænt á myrkvann á Suðurlandi.
mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
Kjartan Helgason og Hafsteinn Veigar Ragnarsson, nemendur við Menntaskólann að Laugarvatni tóku margar myndir af myrkvanum í dag.
mbl.is
Á Norðurgarðinum við Húsavíkurhöfn komu nemendur 8. – 10. bekkjar Borgarhólsskóla saman til að upplifa sólmyrkvann.
mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Sólmyrkvinn á Húsavík.
mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Svona sást sólmyrkvinn á Snæfellsnesi. Þar voru skilyrðin ekki mjög góð.
mbl.is/Alfons
Fjölmenni fylgist með sólmyrkvanum úr Hlíðarfjalli á Akureyri.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Það var ansi dimmt í skíðabrekkunni í Hlíðarfjalli er myrkvinn varð mestur.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is fékk þessa mynd senda frá íbúa í Krafarholtinu. Birtan varð græn og stundum blá í morgun er myrkvinn varð.
Ljósmynd/Kjartan
Eggert Jóhannesson ljósmyndari mbl.is tók þessa mynd af þaki húsi Morgunblaðsins og mbl.is í Hádegismóum.
mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þessar stelpur fylgdust með frá Hallgrímskirkju.
mbl.is/Golli
Það var mikil spenna í loftinu er sólmyrkvinn varð hvað mestu í morgun. Þessar stúlkur höfðu komið sér vel fyrir.
mbl.is/Golli
Margir voru samankomnir við Skarfasker í Hnífsdal til að fylgjast með sólmyrkvanum.
Ljósmynd/nonnipje
Allir voru velbúnir fyrir sólmyrkvann. Þessir fylgdust með frá Hallgrímskirkju.
mbl.is/Golli
Margir voru vopnaðir símum til að fanga myrkvann. Þessir stóðu spenntir við Hallgrímskirkju.
mbl.is/Golli
Ljósmyndarar koma sér fyrir við Hallgrímskirkju.
mbl.is/Golli
Það var gríðarleg spenna við Hallgrímskirkju er stóra stundin nálgaðist.
mbl.is/Golli
Ljósmyndari mbl.is tók þessa mynd af þaki húss mbl.is í Hádegismóum þegar sólmyrkvinn var að bresta á.
mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þessar myndir voru teknar í gegnum sólmyrkvagleraugu. Grænbláa birtan er heillandi.
Ljósmynd/Bjarney Elsebeth Sigvaldadóttir
Sólmyrkvinn í Reykjavík.
Ljósmynd/Bjarney Elsebeth Sigvaldadóttir
Afbragðsgóðar aðstæður voru til þess að fylgjast með sólmyrkvanum á Selfossi í morgun. Heiðskýrt og milt veður var þegar skólabörn úr Vallaskóla fóru ásamt kennurum sínum upp á íþróttavöll til að fylgjast með þessum sögulega atburði úr stúkunni við knattspyrnuvöllinn.
Flestir voru krakkarnir afar spenntir fyrir myrkvanum þótt þau skildu kannski ekki alveg tilstandið í kringum hann, þótt líklegt megi teljast að þau átti sig á því síðar meir.
mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
Sólmyrkvinn frá Múlavegi í Eyjafirði við Sauðanes.
mbl.is/Sigurður Ægisson
Sjómenn horfðu líka á sólmyrkvann.
mbl.is
Nemendur Grenivíkurskóla fylgjast með sólmyrkvanum. Börnin fóru upp á Kaldbak til að fá sem best útsýni.
Stúlka í 8. bekk á Siglufirði tók þessa mynd af sólmyrkvanum. Regnbogaský myndaðist við myrkvann.