Þakklát þeim sem ýttu á mig

Sigríður Ingibjörg kemur til fundarins á Hótel Sögu í dag.
Sigríður Ingibjörg kemur til fundarins á Hótel Sögu í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir var þakklát þeim fjölmörgu sem hringdu, sendu skilaboð og vildu fá hana í formannsembættið. Hún var nánast klökk þegar hún sá að röðin lengdist til að óska henni til hamingju.

Sigríður var knúsuð og kysst, í bak og fyrir af fjölmörgum sem gengu upp að henni og óskuðu henni til hamingju. Ljóst var að óánægjuraddirnar höfðu fundið sinn sigurvegara.

„Það var auðvitað mjög mjótt á munum en ég vil byrja á því að óska Árna Pál til hamingju með að hafa verið endurkjörin. Ég er þeim þakklát sem ýttu á mig og það er augljóst að krafan um breytingar innan flokksins er mikil.

„Ég sé ekki annað en að við munum vinna öll saman að því og það er enginn óvinafögnuður í Samfylkingunni. Óvinurinn er hægri stjórnin. Fyrst maður tapar þá er gott að tapa svona. En ég held að við verðum sterkari eftir þessa kosningu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert