Jón Gnarr fær að vera Jón Gnarr

Jón Gnarr
Jón Gnarr mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jón Gn­arr, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, fær loks­ins á þriðju­dag að heita Jón Gn­arr er hann kem­ur fyr­ir dóm­ara í Hou­st­on í Texas. Þegar hann er spurður að því á Face­book hvort þetta þýði að hann bjóði sig fram í embætti for­seta Banda­ríkj­anna, seg­ist Jón ekki vita um það en hann gæti al­veg boðið sig fram í embætti rík­is­stjóra.

Jón Gn­arr var skírður Jón Gunn­ar Krist­ins­son en fékk því síðan breytt í Jón Gn­arr Krist­ins­son. Nú er það hins veg­ar Jón Gn­arr sem verður fullt nafn borg­ar­stjór­ans fyrr­ver­andi sem býr í Texast um þess­ar mund­ir.

„Next Tu­es­day I will go to the District Court here in Hou­st­on and have a hear­ing before a judge. Af­ter that I have fin­is­hed the process of legally chang­ing my name. Thank you all who have helped me with advice and supp­ort. God bless America!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert