Jón Gnarr fær að vera Jón Gnarr

Jón Gnarr
Jón Gnarr mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, fær loksins á þriðjudag að heita Jón Gnarr er hann kemur fyrir dómara í Houston í Texas. Þegar hann er spurður að því á Facebook hvort þetta þýði að hann bjóði sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna, segist Jón ekki vita um það en hann gæti alveg boðið sig fram í embætti ríkisstjóra.

Jón Gnarr var skírður Jón Gunnar Kristinsson en fékk því síðan breytt í Jón Gnarr Kristinsson. Nú er það hins vegar Jón Gnarr sem verður fullt nafn borgarstjórans fyrrverandi sem býr í Texast um þessar mundir.

„Next Tuesday I will go to the District Court here in Houston and have a hearing before a judge. After that I have finished the process of legally changing my name. Thank you all who have helped me with advice and support. God bless America!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert