Sólmyrkvinn í gær var almyrkvi en almyrkvar á sólu eru eru tiltölulega sjaldgæfir en sjást einhvers staðar á jörðinni á 18 mánaða fresti að meðaltali. Á Svalbarða sást almyrkvi í gær og í þessu myndskeiði er hann sýndur á 20 sekúndum.
Ferill almyrkvans lá aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sást almyrkvi en á Íslandi sást verulegur deildarmyrkvi. Að vísu kom skýjafar í veg fyrir að Færeyingar og þeir fjölmörgu ferðamenn sem þangað fóru til að fylgjast með almyrkvanum í veg fyrir að þeir sæju vel til himins.
Þetta var seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu til 12. ágúst 2026, en ferill þess sólmyrkva liggur í gegnum Reykjavík.
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast sáust fimm sólmyrkvar árið 1935 og næst árið 2206. Á hverri öld verða að meðaltali um 239 sólmyrkvar.
Almyrkvar á sólu eru tiltölulega sjaldgæfir en sjást einhvers staðar á Jörðinni á 18 mánaða fresti að meðaltali. Á hverri öld verða um það bil 80 almyrkvar en þar sem skuggi tunglsins er svo lítill gætir almyrkva á mjög afmörkuðu svæði hverju sinni. Áætlað er að almyrkvar verði aftur frá tilteknum stað á aðeins 375 ára fresti að meðaltali.
Á Íslandi líða að meðaltali rétt rúm tvö ár á milli sólmyrkva (deildarmyrkva, almyrkva og hringmyrkva).