Geimfari á Landkönnuðasafninu

Garriott markar fótspor sín.
Garriott markar fótspor sín. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Geimfarinn Owen Garriott heimsótti Landkönnunarsafnið á Húsavík í dag og markaði fótspor sín í steinsteypu. Er hann fyrsti þátttakandinn í frægðargöngu (e. Walk of fame) safnsins þar sem hægt er að stíga í fótspor þekktra landkönnuða og geimfara.

„Garriott og kona hans eru hér á landi vegna sólmyrkvans og eru í för með Bob Nansen, frænda hins þekkta norska landkönnuðar Fridtjof Nansen. Þau flugu austur af landi til að verða vitni að myrkvanum og voru mjög ánægð með útsýnið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson safnstjóri.

Garriott æfði með Neil Armstrong hér á landi árið 1967 og fór síðar í tvær geimferðir, 60 daga ferð í geimstöðina SkyLab árið 1973 og 10 daga ferð með geimskutlunni Kólumbíu árið 1983. 

Owen Garriott ásamt eiginkonu sinni á safninu í dag.
Owen Garriott ásamt eiginkonu sinni á safninu í dag. Mynd/Örlygur Hnefill Örlygsson
Owen Garriott í geimbúningi NASA.
Owen Garriott í geimbúningi NASA. Mynd/NASA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert