Örar sviptingar í veðri næstu daga

Einhver snjókoma mun falla í vikunni. Örar sviptingar verða í …
Einhver snjókoma mun falla í vikunni. Örar sviptingar verða í veðrinu en verst verður veðrið á miðvikudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurguðirnir eiga erfitt með halda sig við ákveðið veðurfar næstu daga. Í dag verður alskýjað víðs vegar um landið að Austurlandi undanskildu þar sem verður heiðskírt. Á morgun tekur að birta til í Reykjavík en áfram verður skýjað annars staðar á landinu og jafnvel úrkoma á Akureyri. 

Hitinn verður rétt við frostmark á landinu öllu næstu tvo daga. Á miðvikudag kemur svo lítil lægð yfir Suðurland og fer vindurinn upp í 13 m/s í Reykjavík og á Suðurlandi. Einnig verður úrkoma sem fellur sem rigning. Norðar mun úrkoman falla sem snjór og vindurinn nokkuð hægari. 

Á fimmtudag tekur svo að birta aðeins til og hálfskýjað verður á höfuðborgarsvæðinu og bjart víða um land. Einhverri úrkomu er þá spáð og mun hún falla sem snjókoma. 

Á föstudag dregur aftur fyrir sólu og verður skýjað yfir landinu. Lítil snjókoma verður víða nema á Suðurlandi þar sem úrkoman gæti fallið sem rigning. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert