„Vængjaðir flokkar taka oft flugið“

Össur Skarphéðinsson þingmaður.
Össur Skarphéðinsson þingmaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sagan sýnir að ágreining milli þungavigtarmanna má beisla í skapandi kraft. Um það liggja skýr dæmi úr pólitískri sögu Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar, jafnvel Alþýðubandalagsins. Vængjaðir flokkar taka oft flugið,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins á Facebook-síðu sinni um formannskjörið á föstudaginn þar sem Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með eins atkvæðis meirihluta.

„Sigríður Ingibjörg sýndi svo sannarlega um helgina að það er meira en töggur í henni. Hún er baráttukona – og óvanalega kjörkuð. Margir telja eflaust að kosningin milli þeirra Árna Páls um helgina – þar sem úrslit verða ekki naumari – gæti haft skaðlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Vitaskuld gæti svo farið – en það fer algerlega eftir þeim tveimur,“ segir Össur ennfremur. Ábyrgðin í þeim efnum liggi hjá þeim báðum. Saga Samfylkingarinnar sýni að átök á milli strekra jafningja geti oft leitt til þess að jákvæðir kraftar leysist úr læðingi sé rétt staðið að málinu og vísar til samstarfs hans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á sínum tíma.

„Það tókst okkur Ingibjörgu Sólrúnu. Við tókumst sannarlega á – en Samfylkingin reis samt eins og Fönix úr stónni og varð að sterkum flokki. Sama verkefni bíður nú þeirra Árna Páls og Sigríðar. Þau þurfa að virkja kraftinn sem spratt í baklandi beggja, og splæsa í reipi sem togar jafnaðarstefnuna áfram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka