Alfreð Örn ekki í varðhaldi

Alfreð Örn Clausen
Alfreð Örn Clausen Saksóknarinn í San Bernandino-sýslu

Ekki hefur verið krafist þess að íslensk lögregluyfirvöld handtaki og framselji Alfreð Örn Clausen, sem grunaður er um stórfelld fjársvik í Bandaríkjunum, til lögregluumdæmisins í San Bernardino í Kaliforníu. Þetta kemur fram í upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. 

Í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is segir Maurice Landrum, yf­ir­rann­sókn­ar­lög­reglmaður við lög­reglu­embættið í San Bern­ar­dino að Alfreð Örn sé eftirlýstur flóttamaður. Kemur jafnframt fram að embættið sé að skoða möguleikann á því að fá Alfreð Örn framseldan til Bandaríkjanna. 

Í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is fyrr í dag kom fram að ekki hafi verið haft samband við ráðuneytið frá Kaliforníu og er því Alfreð Örn ekki í varðhaldi. Má jafnframt gera ráð fyrir því að hann sé enn hér á landi. 

Eins og fram hef­ur komið í fyrri fréttum er Al­freð tal­inn hafa ásamt tveim­ur öðrum svikið meira en 44 millj­ón­ir doll­ara, rúma sex millj­arða króna, út úr hópi fólks með lof­orðum um að breyta lán­um þess.

Í yf­ir­lýs­ingu sem barst frá lög­manni Al­freðs í síðustu viku lýs­ir Al­freð sig sak­laus­an í mál­inu. Hann lít­ur svo á að hann sé hugs­an­lega vitni í mál­inu en ekki sak­born­ing­ur. Kem­ur jafn­framt fram að Al­freð sé reiðubú­inn að aðstoða embættið með hverj­um þeim hætti sem þurfa þykir til þess að upp­lýsa málið. Er Al­freð einnig til­bú­inn til þess að gefa skýrslu hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra ef þurfa þykir. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá innanríkisráðuneyt­inu er í gildi er tví­hliða framsals­samn­ing­ur milli Íslands og Banda­ríkj­anna frá ár­inu 1902, auk viðbót­ar­samn­ings frá 1905. Þess má þó geta að í 2. gr. laga nr. 13/​1984 um framsal saka­manna og aðra aðstoð í saka­mál­um er lagt bann við því að fram­selja ís­lenska rík­is­borg­ara. Íslensk­ir rík­is­borg­ar­ar hafa þó verið af­hent­ir til Dan­merk­ur á grund­velli laga nr. 12/​​2010, um hand­töku og af­hend­ingu manna milli Norður­land­anna vegna refsi­verðra verknaða (nor­ræn hand­töku­skip­un), en þau lög tóku gildi 16. októ­ber 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert