„Einhver lítill flokkur úti í bæ“

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Alþingi.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lands­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem fram fór um helg­ina, var umræðuefni í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í dag. Kom Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, í pontu og spurði Ragn­heiði El­ínu Árna­dótt­ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um viðhorf rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar það kem­ur að olíu­leit á Dreka­svæðinu.

Í álykt­un starfs­hóp­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem kynnt var um helg­ina um olíu­leit á Íslands­miðum kem­ur fram að mis­tök hafi verið gerð með olíu­leit á Dreka­svæðinu. Kom jafn­framt fram að lýsa þurfi því yfir að Íslend­ing­ar ætli sér ekki að nýta hugs­an­lega jarðorku­kosti í lög­sögu sinni.

„Þykir mörg­um það mjög skrýtið þar sem hátt­virt­ur þingmaður, Össur Skarp­héðins­son, barðist fyr­ir þess­um mála­flokki er hann var iðnaðarráðherra á sín­um tíma. Það héldu all­ir það þetta væri stefna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en það er nú þannig að stund­um er Sam­fylk­ing­in kölluð  eins­máls­flokk­ur en nú er ESB-málið dautt og þá er Sam­fylk­ing­in að falla frá þessu líka,“ sagði Vig­dís í dag.

Í fyr­ir­spurn Vig­dís­ar var spurt hvort eitt­hvað hefði breyst í stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þess­um mál­um og jafn­framt hvort  ráðherr­ann teldi ríkið skaðabóta­skylt ef ný stefna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar næði fram í þess­um flokki. 

Í svari Ragn­heiðar El­ín­ar Árna­dótt­ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra kom fram að stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar það kem­ur að olíu­leit á Dreka­svæðinu hafi ekki breyst. Sagði hún að sú stefna hefði verið kirfi­lega skjalfest í stjórn­arsátt­mála á þann hátt að stjórn­in mundi beita sér að því að nýt­ing hugs­an­legra olíu- og gasauðlinda gæti haf­ist sem fyrst ef þær ynd­ust á annað borð. 

Sagði hún jafn­framt að stefnu­breyt­ing Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hefði komið sér veru­lega á óvart. „Hér sit­ur í saln­um fyrr­ver­andi ol­íu­málaráðherra sem fór mik­inn í þessu máli,“ sagði Ragn­heiður og rifjaði jafn­framt upp að þau leyfi sem sett voru af stað í tíð fyrr­ver­andi rík­is­stjórn­ar hefðui ekki aðeins verið rann­sókn­ar­leyfi held­ur til rann­sókn­ar og vinnslu. „Það er mik­il­vægt að því verði haldið til haga,“ sagði ráðherr­ann. 

Bætti Ragn­heiður við að 28. janú­ar síðastliðinn hefðu á Alþingi verið samþykkt lög með at­kvæðum allra þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um stofn­un Rík­is­olíu­fé­lags, en einn liður í þeirri stofn­un væri að gera Íslend­inga til­búna til þess að vinna olíu og taka þátt í starfi Norðmanna ef til þess kæmi. Sagði hún jafn­framt að hún myndi kynna sér skaðabóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins í þessu máli yrði fallið frá áformun­um. 

„Það er al­veg ótrú­legt að rýna í þenn­an lands­fund Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en hann sann­ar það að flokk­ur­inn log­ar stafn­anna á milli og er al­gjör­lega í tætl­um fyrst það er horfið frá nokk­urra mánaða at­kvæðagreiðslu,“ sagði Vig­dís í svari sínu við svari Ragn­heiðar. 

Sagðist hún ánægð með að stjórn­in ætlaði sér að halda áfram á sinni braut þrátt fyr­ir stefnu­breyt­ingu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

„Maður er nú hætt­ur að láta sér koma nokk­ur hlut­ur á óvart sem ger­ist þar inni, eins og þessi mikla stefnu­breyt­ing,“ sagði Vig­dís og sagði hana í anda Vinstri grænna. „Sú rík­is­stjórn sem var eitt sinn við völd sprakk m.a. á ol­íu­mál­um og það vita nú all­ir hvernig það fór,“ sagði Vig­dís.

„Ég fagna því að þetta sé með þess­um hætti og það hafi eng­in áhrif á störf á rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ bætti hún við. „Þó það nú væri að það að ein­hver lít­ill flokk­ur úti í bæ væri að álykta hefði áhrif á störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert