Ekki deilt í fyrsta sinn

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundinum um helgina.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundinum um helgina. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að lands­fund­ar­helg­in hafi gengið vel. Hann hafn­ar því að flokk­ur­inn sé laskaður eft­ir at­b­urði föstu­dags­ins þar sem Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir bauð sig óvænt fram gegn hon­um.

Árni seg­ir að átök föstu­dags­ins séu ekki fyrsta dæmið um átök inn­an flokks­ins. „Það er óhjá­kvæmi­legt þegar hart er tek­ist á að hver túlki það með sín­um hætti. Við höf­um líka reynslu af því að snúa bök­um sam­an og ég hef trú á að það verði gert,“ seg­ir Árni meðal ann­ars í ít­ar­legri um­fjöll­un um lands­fund­inn í Morg­un­blaðinu í dag.

Sig­hvat­ur Björg­vins­son, fyrr­ver­andi formaður Alþýðuflokks­ins, sem beitti sér fyr­ir stofn­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir í aðsendri grein sinni í Morg­un­blaðinu í dag sem ber heitið „Hroll­vekju­saga“ að hann sé ekki ánægður með fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar. „Tjónið var unnið. Það á svo eft­ir að koma fram hversu mikið það er,“ skrif­ar Sig­hvat­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert