Ekki deilt í fyrsta sinn

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundinum um helgina.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundinum um helgina. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að landsfundarhelgin hafi gengið vel. Hann hafnar því að flokkurinn sé laskaður eftir atburði föstudagsins þar sem Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig óvænt fram gegn honum.

Árni segir að átök föstudagsins séu ekki fyrsta dæmið um átök innan flokksins. „Það er óhjákvæmilegt þegar hart er tekist á að hver túlki það með sínum hætti. Við höfum líka reynslu af því að snúa bökum saman og ég hef trú á að það verði gert,“ segir Árni meðal annars í ítarlegri umfjöllun um landsfundinn í Morgunblaðinu í dag.

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, sem beitti sér fyrir stofnun Samfylkingarinnar, segir í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í dag sem ber heitið „Hrollvekjusaga“ að hann sé ekki ánægður með framboð Sigríðar Ingibjargar. „Tjónið var unnið. Það á svo eftir að koma fram hversu mikið það er,“ skrifar Sighvatur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert