Leitt að blanda Jóhönnu í málið

00:00
00:00

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir seg­ir að sér þyki af­skap­lega leitt að sjá að Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur skuli vera blandað inn í umræðuna um fram­boð sitt til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún seg­ir Sam­fylk­ing­una sinn flokk og að þar liggi framtíð sín, mbl.is ræddi við hana í morg­un en þing­flokks­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hefst klukk­an 13:30.

Hún seg­ist hafa átt góðan fund með Árna Páli Árna­syni, for­manni flokks­ins, í morg­un þar sem farið var yfir dag­inn og mál­efni þing­flokks­fund­ar­ins. Jafn­framt seg­ir hún að sér hafi brugðið veru­lega við að sjá viðbrögð sumra flokks­systkina sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert