Umrótið í íslenskum stjórnmálum gerir Samfylkingu erfitt fyrir að ná fyrri styrk

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/Ómar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sviptingar í íslenskum stjórnmálum á síðustu misserum hafa þrengt að Samfylkingunni og sóknarfærum hennar.

„Haldi aðrir flokkar í kringum miðjuna áfram umtalsverðu fylgi verður erfitt fyrir Samfylkingu að ná 25-30%, eins og hún gerði 1999-2009. Síðustu áratugi hefur fylgi ungs fólks við stjórnmálaflokka gjarnan breyst milli kosninga – þeir eru venjulega hreyfanlegustu kjósendurnir,“ segir Ólafur.

Spurður hvað skýri undirölduna í íslensku samfélagi – og að Píratar skuli nú mælast stærsti stjórnmálaflokkur landsins – segir Ólafur að enn sé uppi pólitísk og félagsleg kreppa eftir hrunið. Fjallað er um sviptingar í stjórnmálum síðustu ár í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka