Umrótið í íslenskum stjórnmálum gerir Samfylkingu erfitt fyrir að ná fyrri styrk

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/Ómar

Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir svipt­ing­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um á síðustu miss­er­um hafa þrengt að Sam­fylk­ing­unni og sókn­ar­fær­um henn­ar.

„Haldi aðrir flokk­ar í kring­um miðjuna áfram um­tals­verðu fylgi verður erfitt fyr­ir Sam­fylk­ingu að ná 25-30%, eins og hún gerði 1999-2009. Síðustu ára­tugi hef­ur fylgi ungs fólks við stjórn­mála­flokka gjarn­an breyst milli kosn­inga – þeir eru venju­lega hreyf­an­leg­ustu kjós­end­urn­ir,“ seg­ir Ólaf­ur.

Spurður hvað skýri undiröld­una í ís­lensku sam­fé­lagi – og að Pírat­ar skuli nú mæl­ast stærsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins – seg­ir Ólaf­ur að enn sé uppi póli­tísk og fé­lags­leg kreppa eft­ir hrunið. Fjallað er um svipt­ing­ar í stjórn­mál­um síðustu ár í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka