Ætla að frelsa geirvörtuna á morgun

Nemendur á framhalds- og háskólastigi ætla að frelsa geirvörtuna á …
Nemendur á framhalds- og háskólastigi ætla að frelsa geirvörtuna á morgun. mbl.is/Þorkell

Há­skóla- og fram­halds­skóla­nem­ar ætla að frelsa geir­vört­una á morg­un en mik­il umræða hef­ur skap­ast á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter eft­ir að nemi í Versl­un­ar­skóla Íslands birti mynd af sér sem sýndi brjóst henn­ar. Dag­inn eft­ir gagn­rýndu tveir ung­lings­strák­ar hana fyr­ir að hafa sett mynd­ina af sér á netið og þá fór bolt­inn að rúlla.

Femín­ista­fé­lag Versl­un­ar­skól­ans ákvað að halda #FreeT­heNipple dag, þar sem kon­ur í skól­an­um eru hvatt­ar til að mæta í skól­ann án brjósta­hald­ara. Heiti bylt­ing­ar­inn­ar er sótt til myllu­merk­is­ins #FreeT­heNipple á Twitter sem hef­ur vakið mikla at­hygli net­verja um heim all­an. 

Ef það hef­ur farið fram hjá ein­hv.um þá er <a href="htt­ps://​twitter.com/​hashtag/​freet­henipple?src=hash">#freet­henipple</​a> dag­ur í Verzló á morg­un! ÁFRAM ALL­IR ÞIÐ SEM HAFA NÁÐ AÐ SPRENGJA TWITTER!

Bóel Sig­ríður Guðbrands­dótt­ir, formaður Femín­ista­fé­lags Versl­un­ar­skól­ans, seg­ir und­ir­tekt­irn­ar hafa verið ótrú­leg­ar en Femín­ista­fé­lag Há­skóla Íslands hef­ur ákveðið að halda #FreeT­heNipple dag í Há­skóla Íslands á morg­un og einnig Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri, Mennta­skól­inn í Hamra­hlíð og Mennta­skól­inn í Reykja­vík.

„Við hvetj­um all­ar stelp­ur til þess að sleppa því að vera í brjósta­hald­ara í skól­an­um á morg­un,“ seg­ir Bóel en femín­ista­fé­lag skól­ans stuðlar að fræðslu og skipu­legg­ur ýmsa viðburði er snúa að jafn­rétti.

Hún seg­ir að eft­ir að femín­ista­fé­lagið aug­lýsti viðburðinn á Face­book-síðu sinni hafi bolt­inn byrjað að rúlla. „Ég hugsa að flest­ar kon­ur taki vel í þetta, þetta stuðlar að jafn­rétti. Af hverju er kon­um bannað að vera ber­ar að ofan en ekki körl­um. Brjóst eru ekki kyn­færi,“ seg­ir Bóel.

Góðar und­ir­tekt­ir í Há­skóla Íslands

Heiður Anna Helga­dótt­ir, formaður Femín­ista­fé­lags Há­skóla Íslands, ger­ir ekki ráð fyr­ir að marg­ir mæti ber­brjósta á morg­un en seg­ir nem­end­ur há­skól­ans taka mjög vel í viðburðinn.

„Ég býst ekki við að marg­ar mæti ber­brjósta. Strák­ar mæta ekki ber­brjósta í skól­ann á virk­um degi,“ seg­ir Heiður og hlær. Hún seg­ir þetta snú­ast um að senda skýr skila­boð út í sam­fé­lagið. „Það er sam­fé­lags­lega samþykkt að all­ar kon­ur eigi að ganga í brjósta­hald­ara. Sum­um kon­um finnst það þægi­legra, en hjá sum­um er þetta sam­fé­lags­leg pressa,“ seg­ir Heiður.

„Það er rosa­lega tabú að það sjá­ist í geir­vört­una. Þetta snýst um þetta tabú sem brjóst eru í dag, sem er frek­ar fá­rán­legt af því að karl­menn eru líka með brjóst og það er ekk­ert stór­mál,“ seg­ir hún.

Hún seg­ist aðallega hafa orðið vör við umræðuna á sam­fé­lags­miðlum en seg­ist þó eitt­hvað hafa orðið vör við umræður um viðburðinn. „Þetta er mjög já­kvætt og eru 150 manns bún­ir að staðfesta sína þátt­töku á inn­an við klukku­tíma á Face­book,“ seg­ir Heiður.

Hún seg­ir ekki marga, en þó ein­hverja, reyna að gera lítið úr deg­in­um með því að tala um hvað það sé gam­an að fá brjósta­mynd­ir á netið. Þeir ein­stak­ling­ar eru ekki al­veg að „ná po­int­inu“, seg­ir Heiður og bæt­ir við að þeir ein­stak­ling­ar fái ekki að eyðileggja þenn­an dag.

Hún seg­ist hafa verið spurð að því hvort hún ætlaði að mæta ber að ofan í skól­ann á morg­un, en hún seg­ir að svo verði ekki.

„Alls ekki, ég ætla ekki að gera það. Það er enn vet­ur og kalt,“ seg­ir hún en bæt­ir við að þetta snú­ist frek­ar um að sleppa því að vera í brjósta­hald­ara á morg­un. Hún hef­ur heyrt mörg dæmi þess að kon­ur fái at­huga­semd frá öðrum af því að það sést í geir­vört­una í gegn­um fatnað.

Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verslunarskóla Íslands.
Bóel Sig­ríður Guðbrands­dótt­ir, formaður Femín­ista­fé­lags Versl­un­ar­skóla Íslands. Ljós­mynd/​Hellcat
Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.
Heiður Anna Helga­dótt­ir, formaður Femín­ista­fé­lags Há­skóla Íslands. Ljós­mynd/​Heiður Anna Helga­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert