26.mars: Dagur geirvörtunnar

Karen deildi þessari ljósmynd af bikiní nipplu með mbl.is
Karen deildi þessari ljósmynd af bikiní nipplu með mbl.is Ljósmynd/ Karen Björk Eyþórsdóttir

Efnt hefur verið til fjölda viðburða í dag, fimmtudaginn 26. mars, þar sem fólk, en þá sérstaklega konur, er hvatt til að frelsa geirvörtuna og vera bert að ofan eða brjóstahaldaralaust í nafni jafnréttis.

Viðburðirnir hafa einna helst einskorðast við háskóla- og framhaldsskóla landsins en tvær ungar konur ákváðu að sameina þá alla í einn og bjóða öllum öðrum landsmönnum að taka þátt.

„Þetta er málefni sem hefur angrað mig lengi og á þessari stundu gæti ég ekki verið stoltari af mínu þjóðerni,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir annar skipuleggjenda viðburðarins sem hefur fylgst með myllumerkinu #freethenipple taka yfir íslenska samfélagsmiðla í allan dag.

„Við Hanna María Geirdal höfum verið núna síðastliðin klukkutíma að deila viðburðinum og hann flýgur áfram á methraða! Við erum ótrúlega ánægðar með viðbrögðin,“ segir Karen sem kveðst vonast til þess að dagurinn verði festur í dagatali komandi kynslóða. 

„Það að þessi pínulitli hluti af líkömum kvenna skuli særa blygðunarkennd margra finnst mér svo furðulegt. Og enn furðulegra er svo að brjóstagjöf, það allra nauðsynlegasta í vexti hvers einasta einstaklings, sé bannað með skráðum lögum eða óskráðum.“

Karen segir #freethenipple einnig tengjast umræðu um skækjuskömm (e. slutshaming) þar sem konur eru dæmdar vegna klæðaburðar síns og ofbeldi gegn þeim réttlætt.

„Virkilega margir aðdáunarverðir einstaklingar svo sem skipuleggendur Druslugöngunnar og forsvarsmenn samtakanna Tabú hafa svo keyrt þessar pælingar inn í huga landsmanna og fyrir þeim tek ég ofan alla mína hatta. Sömuleiðis snillingunum úr Verzlunarskóla Íslands sem hófu umræðuna og öllum sem ætla að taka þátt á morgun,“ segir Karen og bætir galvösk við slagorðinu „Fimmtudagur til frelsis! Geirurnar út!“

Eins og áður segir er viðburðinum einna helst beint að konum og eru þær hvattar til þess að sleppa brjóstahöldurum í einn dag eða þá að sleppa því að fela geirvörturnar alveg. 

Allir karlmenn eru þó einnig hvattir til þess að sýna stuðning með því að klippa gat á bolina sína og flagga þannig geirvörtunum, ganga í gegnsæju efni eða sleppa bolum yfir höfuð.

Þú finnur viðburðinn á Facebook með því að smella hér

Karen Björk segist stolt af þjóðerni sínu eftir daginn.
Karen Björk segist stolt af þjóðerni sínu eftir daginn. Ljósmynd/Karen Björk Eyþórsdóttir
Hanna María Geirdal og Karen hafa hjálpast að við að …
Hanna María Geirdal og Karen hafa hjálpast að við að dreifa brjóstaboðskapnum. Ljósmynd/Karen Björk Eyþórsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert