Landsbankinn taki yfir Sparisjóð Vestmannaeyja

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum seint í gærkvöldi að óska eftir því við Landsbankann að hann gerði formlegt tilboð í sjóðinn.

Þess er vænst að tilboð liggi fyrir klukkan tvö í dag en Sparisjóðurinn hefur frest til klukkan fjögur í dag til að bæta eiginfjárstöðu sína. Að öðrum kosti mun Fjármálaeftirlitið grípa til aðgerða og skipa sjóðnum slitastjórn.

Ekki liggur fyrir í hverju tilboð bankans mun felast, þ.e. hvort hann muni leggja sjóðnum til stofnfé, kaupa eldra stofnfé, hvort bankinn leggi sjóðnum til nýtt hlutafé eða eigi aðra sambærilega aðkomu að eignarhaldi á sjóðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert