Eddie Izzard styður brjóstabyltinguna

„Ef kon­ur vilja segja: „Hey, þessi brjóst eru bara þarna“ þá skil ég það full­kom­lega,“ sagði breski grín­ist­inn Eddie Izz­ard á uppist­andi sínu í Hörpu í gær, þegar hann var spurður álits á #FreeT­heNipple-bylgj­unni sem gekk yfir net­heima í vik­unni.

Kona úr saln­um varpaði fram spurn­ing­unni og út­skýrði fyr­ir Izz­ard hvers vegna ís­lensk­ar kon­ur hefðu birt mynd­ir af brjóst­um sín­um. Hann var aug­ljós­lega ánægður með fram­takið og sagðist skilja vel hvers vegna þær tækju þátt í bylt­ing­unni.

„Þetta er áhuga­verður punkt­ur því ef þið þekkið líf­fræði þá vitið þið að við erum öll stelp­ur þar til móðirin er geng­in 12 vik­ur á leið, en þá verða eggja­stokk­arn­ir að eist­um og sníp­ur­inn að typpi. Þetta er sami fjand­ans hlut­ur­inn,“ sagði hann og hélt áfram: „En við erum heltek­in af mis­mun­in­um.“ 

Izz­ard er klæðskipt­ing­ur og geng­ur oft um málaður, í kven­manns­föt­um og í há­hæluðum skóm. Hann er þó gagn­kyn­hneigður og hef­ur lýst því þannig að hann sé lesbía sem er fangi í karl­manns­lík­ama. Hann þekk­ir það því vel hversu mikið fólk virðist hengja sig á þenn­an mis­mun.

Kom hann saln­um til að hlæja þegar hann sagðist hafa heyrt sögu um það að flug­vél full af brjósta­höld­ur­um hefði hrapað í frum­skógi og eft­ir það hefðu kon­ur farið að ganga í þeim til að hylja brjóst sín. Kon­ur í ætt­bálk­um hefðu alltaf gengið um ber­brjósta fyr­ir „flug­slysið“ en eftir það hefðu brjóst skyndi­lega orðið kyn­ferðis­leg.

„Við ger­um hluti eins og brjóst kyn­ferðis­leg og hylj­um þau, sem er skrít­inn hlut­ur,“ sagði hann, og hvatti kon­urn­ar í saln­um til að taka þátt í brjósta­bylt­ing­unni við mik­inn fögnuð viðstaddra.

Eddie Izzard.
Eddie Izzard. Wikipedia
Geirvörturnar voru frelsaðar í sundi í tilefni #FreeTheNipple.
Geirvörturnar voru frelsaðar í sundi í tilefni #FreeTheNipple. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert