Reiknað var með því í gær að makrílfrumvarpið og veiðigjaldafrumvarpið yrðu kynnt ríkisstjórninni og þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Meðal þess sem var í drögum að frumvarpinu var að lagt verði viðbótarveiðigjald á makríl, 10 krónur á kíló. Það mun skila ríkissjóði aukalega 1,5 milljörðum króna miðað við 150.000 tonna makrílkvóta. Verði sú raunin verður veiðigjald á makríl hærra en á þorski.
Uggur mun vera í makrílútgerðum vegna hugmynda um hækkun veiðigjaldsins. Þær óttast versnandi afkomu vegna aðstæðna á mörkuðum í Austur-Evrópu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.