Höfnin er „stútfull af sandi“

Dýpkunarskipið Dísa þurfti frá að hverfa vegna ölduhæðar.
Dýpkunarskipið Dísa þurfti frá að hverfa vegna ölduhæðar. mbl.is/Styrmir Kári

„Við vorum sendir til þess að reyna við þetta en það gekk nú ekki,“ segir Óttar Jónsson, skipstjóri dýpkunarskipsins Dísu.

Áhöfn skipsins reyndi árangurslaust í gærdag að dæla sandi úr Landeyjahöfn en þurfti frá að hverfa vegna mikillar ölduhæðar við höfnina.

Spurður um ástandið í Landeyjahöfn svarar Óttar: „Hún er bara stútfull af sandi, það er það eina sem hægt er að segja um hana.“ En það var seinast í byrjun febrúar sem reynt var að dæla sandi úr höfninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert