Makrílkvóti og eitt veiðigjald

Makríllinn verður kvótasettur eins og aðrar fisktegundir.
Makríllinn verður kvótasettur eins og aðrar fisktegundir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Tekið verður upp eitt veiðigjald í stað tveggja áður, samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegsráðherra, sem afgreitt var úr ríkisstjórn í dag. Með nýju makrílfrumvarpi, sem einnig var afgreitt, er stefnt að því að hlutdeildarsetja makrílinn.

Veiðigjaldið verður staðgreitt og mun það miðast við landaðan afla í stað þess að miða gjaldtökuna við úthlutaðan afla. Gert er ráð fyrir 10,9 milljarða brúttótekjum af veiðigjaldinu á næsta fiskveiðiári sem er hækkun um rúman milljarð frá fyrra ári.

 Makrílhlutdeildum verður úthlutað til sex ára hverju sinni. Á meðan ekki verður tekin önnur ákvörðun mun hver úthlutun gilda í sex ár. Í makrílfrumvarpinu er lagt til viðbótargjald á makríl, 10 krónur á hvert kíló. „Makrílnum verður úthlutað tímabundið, eins og stendur í stjórnarsáttmálanum að stefnt skuli að,“ sagði Sigurður Ingi. Viðbótargjaldið verður því aðeins lagt á til sex ára. Sigurður Ingi sagði það hugsað sem inngöngugjald fyrir að makrílstofninn fari inn í kvótakerfið eins og aðrir stofnar.

Eftir að ríkisstjórn hafði afgreitt frumvörpin voru þau kynnt á þingflokksfundum ríkisstjórnarflokkanna. Sigurður Ingi taldi að þeim verði dreift á Alþingi á morgun og því verður hægt að taka þau á dagskrá eftir páska.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka