Aflaverðmæti þorsks á síðasta fiskveiðiári nam rúmum 53 milljörðum króna sem er aukning um 5,3 milljarða frá fyrra fiskveiðiári eða 11%, samkvæmt því sem kemur fram í ársskýrslu Fiskistofu.
Verðmæti ýsuaflans jókst um 670 milljónir eða um 5,7%. Aflaverðmæti makríls jókst um rétt tæpan milljarð eða 7%.
Á fiskveiðiárinu 2013/14 fór mestur hluti þorskaflans í landfrystingu eða um 99,4 þúsund tonn (41,5%). Næst mest fór í söltun eða rúmt 51 þúsund tonn (21,1%) og tæp 36 þúsund tonn (15%) voru sjófryst.