Geirvartan þekktari en andlitið

Björt Ólafsdóttir skrifar um #FreeTheNipple.
Björt Ólafsdóttir skrifar um #FreeTheNipple. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Síðustu vikuna hefur vinstra brjóst mitt leikið stærra hlutverk í lífi mínu en ég hefði nokkurn tíma gert mér grein fyrir. Geirvarta mín er líklega þekktari en andlit mitt og gæti þér þótt það vandamál fyrir virtan þingmann líkt og mig.

Svona hefst pistill Bjartar Ólafsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, á vef The Independent. Líkt og áður hefur komið fram tók hún þátt í byltingunni Frelsaðu geirvörtuna og birti mynd af öðru brjósti sínu á Twitter.

Í pistlinum segir Björt frá #FreeTheNipple og frá Öddu Smáradóttur sem birti mynd af brjósti sínu. Samfélagsmiðlar loguðu í kjölfarið, konur frelsuðu geirvörtuna með því að sleppa brjóstahaldaranum eða vera berar að ofan 26. mars sl.

Hér má sjá pistil Bjartar í heild sinni.

Þingkona sýnir á sér geirvörtuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka