„Hún er í sömu stöðu og aðrir“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, ætti ekki að taka skjól í þingsköpum eða starfsháttum þingsins til að skýra hjásetu sína á Alþingi. Hún sé í sömu stöðu og aðrir þingmenn og málafjöldinn sé lítill á Alþingi borið saman við önnur þing.

Eins og mbl.is greindi frá á laugardag hafa þingmenn Pírata setjið hjá í meirihluta atkvæðagreiðslna sem þeir hafa verið viðstaddir á yfirstandandi þingi. Þar af hefur einn þeirra, Jón Þór Ólafsson, setið hjá í 66% tilfella.

Birgitta sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að Píratar gætu ómögulega kynnt sér öll mál sem kosið væri um. Jafnframt sagði Jón Þór í samtali við mbl.is að hann greiddi ekki atkvæða nema að athuguðu máli og ákvörðunin væri upplýst. „Ef ég myndi ekki gera neitt annað en að koma mér inn í þingmálin, þá gæti ég það samt ekki,“ sagði hann.

Bjarni gefur lítið fyrir útskýringar Birgittu á Facebook-síðu sinni í dag.

„Það hefur ekki þvælst fyrir henni og hennar flokksmönnum (VG, Borgarahreyfingin, Hreyfingin, Píratar í þessari röð) að taka afstöðu þegar það þykir henta. 

Það var slæmt t.d. þegar hún studdi frávísun á tillögu minni um að afturkalla ákæruna á Geir H. Haarde (og lenti í minnihluta). Hún hefði líka mátt styðja skattalækkanirnar 2013 í stað þessa að sitja hjá. Og það var gott hjá henni að styðja vantrauststillögu mína á vinstri stjórnina 2013. Eftir atkvæðagreiðsluna sættum við okkur við að meirihlutinn réð. Að uppistöðu fólkið sem hún vill mynda kosningabandalag með núna,“ segir hann.

Fréttir mbl.is:

Greiðir bara upplýst atkvæði

Hafa í flestum tilvikum setið hjá

Birgitta Jónsdóttir ætti ekki að taka skjól í þingsköpum eða starfsháttum þingsins til að skýra almenna hjásetu sína. H...

Posted by Bjarni Benediktsson on Monday, April 6, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert