Gísli Freyr greiðir Omos bætur

Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður og skjólstæðingur hans, Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi …
Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður og skjólstæðingur hans, Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögð verður fram sátt í skaðabótamáli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag.

Gísli Freyr játaði á síðasta ári að hafa lekið persónuupplýsingum um Omos sem birtust í fjölmiðlum og krafði hann Gísla Frey um fimm milljónir króna í bætur.

Ákveðið var að leita sátta í málinu og hafa mennirnir tveir nú komist að samkomulagi um fjárhæð sem Gísli Freyr greiðir Omos.

Ekki fást upplýsingar um upphæð skaðabótanna. Ólafur Garðarsson, lögmaður Gísla Freys, sagði aðspurður í samtali við mbl.is að Omos hefði beðið um að þessum upplýsingum yrði haldið leyndum. 

Gísli Freyr gerði sátt í sam­bæri­legu máli sem Evelyn Glory Joseph höfðaði gegn hon­um vegna leka á trúnaðar­upp­lýs­ing­um.

Frétt mbl.is: Reynir að ná sátt við Tony Omos

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka