Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, segir að það hafi í sjálfu sér ekki komið honum og starfsmönnum Fiskistofu á óvart að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði hér í Morgunblaðinu í gær að Fiskistofa flytti ekki frá Hafnarfirði til Akureyrar á þessu ári.
„Það sem kom mér hins vegar gjörsamlega í opna skjöldu og verulega á óvart voru þau orð ráðherrans, að hann legði ekkert höfuðkapp á að koma frumvarpinu um flutning á Fiskistofu í gegn á yfirstandandi þingi,“ sagði Eyþór í samtali við Morgunblaðið í gær.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Eyþór að sér lítist illa á það að ekki sé stefnt að því að koma frumvarpinu í gegn á þessu þingi.