Fólksbifreið valt á Biskupstungnabraut vestan við Sogið í kvöld. Tveir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík, annar þeirra með þyrlu, og eru þeir báðir alvarlega slasaðir. Alls voru sex í bifreiðinni en hinir fjórir voru fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi og eru meðsl þeirra minniháttar.
Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á facebooksíðu sinni.
Slysið varð klukkan 20:30 í kvöld og voru lögreglu- og sjúkraflutningamenn frá Hvolsvelli og Reykjavík fengnir til aðstoðar auk slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu.
Lögreglumenn eru enn að störfum á Biskupstungnabraut og verður veginum lokað á meðan sú vinna fer fram. Mikil hálka er á vettvangi þar sem slysið varð.
Fólksbifreið valt á Biskupstungnabraut vestan við Sogið um kl. 20:30 í kvöld. 6 manns voru í bifreiðinni. Lö...
Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, April 9, 2015