Karlmaðurinn var frá Rúmeníu

mbl.is

Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi á Biskupstungnabraut í gærkvöldi var frá Rúmeníu. Hann var á þrítugsaldri, búsettur hér á landi.

Maðurinn var farþegi í bifreiðinni en ökumaður hennar virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og fór nokkrar veltur. Mikil hálka var á veginum.

Frétt mbl.is: Banaslys á Biskupstungnabraut.

Maðurinn og annar farþegi bifreiðinnar köstuðust út úr henni og hafnaði maðurinn undir bílnum. Sá síðarnefndi var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík í gærkvöldi og er hann nokkuð slasaður. Meiðsli ökumannsins og hinna farþeganna eru minniháttar. 

Ökumaðurinn og farþegarnir fimm eru frá Rúmeníu, Tékklandi og Íslandi. Unnið er að rannsókn slyssins, skýrslutökum af ökumanni og farþegum auk rannsóknar á ökutækinu sjálfu.

Frétt mbl.is: Tveir alvarlega slasaðir í bílveltu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert