Ekið á lögreglumann á heiðinni

Lögreglumaður kastaðist tugi metra þegar hann varð fyrir bifreið á Holtavörðuheiði sem kastaðist eftir að flutningabíll ók á bílinn. Annar maður slasaðist alvarlega er hann varð undir flutningabílnum og var hann fluttur í burtu á sjúkrabíl. 

Samkvæmt heimildum mbl.is er lögreglumaðurinn ekki alvarlega slasaður en hlaut þó einhverja áverka og var fluttur til aðhlynningar á Hvammstanga. Hinn maðurinn var fluttur á sjúkrahús til Reykjavíkur.

Allt í allt lentu 12 bílar í árekstri á heiðinni. Enn er unnið að því að leysa úr umferðaöngþveitinu, en eins og mbl.is greindi frá eru sex bílar óökufærir eftir árekstrana.

Frétt mbl.is: Neyðarástand á Holtavörðuheiði

Frétt mbl.is: 6 bílar óökufærir á heiðinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert