Hyggst höfða skaðabótamál

Snorri Óskarsson.
Snorri Óskarsson. mbl.is/Jóhannes.tv

Snorri Óskarsson, sem er oft kenndur við söfnuðinn Betel, ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Akureyrarbæ, en hann var á föstudag sýknaður af kröfum bæjarsins í héraðsdómi Norðurlands eystra. Bærinn krafðist þess að úrskurður innanríkisráðuneytisins, um að uppsögn Snorra frá störfum við Brekkuskóla á Akureyri væri ólögmæt, yrði felldur úr gildi.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að Snorri íhugaði nú hvort hann ætli að snúa aftur til kennslu. „Ég lít þannig á að dómurinn feli í sér að ég hafi enn þá starfið. Ef mér er ranglega ýtt út, þá er ég enn með starfið,“ sagði hann.

Hann sagði jafnframt að næsta skref væri að fá greiddar skaðabætur frá bænum. Málshöfðun væri í undirbúningi. Snorri hefur verið launalaus frá því 1. janúar árið 2013.

Bæjarráð Akureyrar mun taka málið fyrir á fundi sínum næsta fimmtudag.

Frétt mbl.is: Snorri í Betel sýknaður

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert