Maðurinn ekki í lífshættu

Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi.
Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Maður sem var fluttur alvarlega slasaður á Landspítala eftir að hafa orðið undir flutningabíl á Holtavörðuheiði fyrr í dag er ekki í lífshættu að sögn læknis á bráðamóttöku.

Alls voru þrír fluttir á spítalann eftir stóran árekstur á heiðinni, en enginn er í lífshættu. Þá var lögreglumaður fluttur til aðhlynningar á Hvammstanga eftir að hann kastaðist tugi metra þegar hann varð fyrir bifreið á heiðinni, en hann er ekki alvarlega slasaður.

Alls lentu 12 bílar saman í miklu óveðri á heiðinni og eru sex þeirra óökufærir eftir árekstrana.

Tilkynnt var um marga árekstra og möguleg slys á fólki fyrr í dag, og neyðarástandi lýst yfir á heiðinni. Björgunarsveitir voru kallaðar út og mannskapur frá lög­reglu­embætt­un­um á Blönduósi, Búðar­dal og Borg­ar­nesi.

Frétt mbl.is: Neyðarástand á Holta­vörðuheiði

Frétt mbl.is: 6 bíl­ar óöku­fær­ir á heiðinni

Frétt mbl.is: Ekið á lögreglumann á heiðinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert