Alvarlegt slys í Hafnarfirði

Slökkvilið á vettvangi í Hafnarfirði.
Slökkvilið á vettvangi í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verið er að flytja þrjú börn á sjúkrahús eftir alvarlegt óhapp í Læknum í Hafnarfirði, rétt við Lækjarskóla. Ástand tveggja þeirra er alvarlegt. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lentu börnin í vandræðum í læknum sem liggur á milli Ljósatraðar og Lækjarkinnar. Börnin eru öll á grunnskólaaldri. 

Að minnsta kosti sjö sjúkrabílar voru sendir á vettvang. Tilkynning um málið barst kl. 14.33 til Neyðarlínu. 

Uppfært kl. 15.34

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt eftir klukkan hálfþrjú í dag um tvö börn sem voru í vandræðum í læknum í Hafnarfirði þar sem hann rennur á milli Ljósatraðar og Lækjarkinnar. 

Þriðja barnið, sem er dálítið eldra en hin tvö, fór út í lækinn og reyndi að koma þeim til aðstoðar. Slökkvilið fór með mikinn viðbúnað á vettvang, þar á meðal nokkra sjúkrabíla, kafarabíl og dælubíl. Ástand barnanna tveggja er alvarlegt en það þriðja var kalt, hrakið og mjög brugðið. 

Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins á vettvangi. 

Frétt mbl.is: Óvíst um afdrif annars drengsins

Unnið er að rannsókn málsins á vettvangi.
Unnið er að rannsókn málsins á vettvangi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Frá vettvangi í Hafnarfirði.
Frá vettvangi í Hafnarfirði.
Sjúkrabílar á vettvangi.
Sjúkrabílar á vettvangi. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert