Meðferð drengsins mun taka tíma

Frá slysstað í gær.
Frá slysstað í gær. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Líðan yngri drengsins sem festist í fossi fyrir neðan Reykdalsstíflu í Hamarkotslæk í Hafnarfirði í gær er óbreytt en honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er biðtími framundan en meðferð drengsins er þess eðlis að hún tekur tíma. Eldri drengurinn verður fluttur á barnadeild í dag og líðan hans eftir atvikum. 

Drengirnir eru bræður, báðir á grunnskólaaldri. Sá eldri komst fljótt til meðvitundar. Karlmaður á þrítugsaldri lenti einnig í vatninu við fossinn þegar hann reyndi að bjarga drengjunum.

Tilkynning barst til lögreglu rétt eftir klukkan hálfþrjú. Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar voru kölluð út, einnig kafarabíll og dælubíll. Þegar að var komið voru drengirnir fastir í fossinum en karlmaðurinn var í vatninu þar hjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert