18 mánaða fangelsi fyrir árás á Stefán Loga

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Hjörtur

Daníel Rafn Guðmundsson var í morgun dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir árás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaselsmálinu svokallaða. Þá var honum gert að greiða Stefáni Loga tvær milljónir í bætur.

Daníel var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í maí 2013 neitaði sök þegar málið var þingfest.

Árásin átti sér stað föstudaginn 17. maí 2013 í Ystaseli í Reykjavík. Stefán Logi hlaut veru­lega áverka og krafði ákærða um fimm millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur og tvær millj­ón­ir vegna tann­lækna­kostnaðar.

Í ákæru ríkissaksóknara seg­ir að Daníel Rafn hafi veist með of­beldi að Stefáni Loga, slegið og sparkað ít­rekað í höfuð hans og lík­ama, m.a. með hafna­bolta­kylfu, hnúa­járni og arm­bandsúri sem hann beitti sem hnúa­járni. Maður­inn veitti Stefáni Loga högg­in og spörk­in er Stefán Logi stóð og einnig er hann lá á jörðinni.

Stefán Logi Sívarsson.
Stefán Logi Sívarsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert