Daníel Rafn Guðmundsson var í morgun dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir árás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaselsmálinu svokallaða. Þá var honum gert að greiða Stefáni Loga tvær milljónir í bætur.
Daníel var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í maí 2013 neitaði sök þegar málið var þingfest.
Árásin átti sér stað föstudaginn 17. maí 2013 í Ystaseli í Reykjavík. Stefán Logi hlaut verulega áverka og krafði ákærða um fimm milljónir króna í miskabætur og tvær milljónir vegna tannlæknakostnaðar.
Í ákæru ríkissaksóknara segir að Daníel Rafn hafi veist með ofbeldi að Stefáni Loga, slegið og sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama, m.a. með hafnaboltakylfu, hnúajárni og armbandsúri sem hann beitti sem hnúajárni. Maðurinn veitti Stefáni Loga höggin og spörkin er Stefán Logi stóð og einnig er hann lá á jörðinni.