Gefa starfsfólki frí og loka stofnunum

Mosfellsbær
Mosfellsbær Sigurður Bogi Sævarsson

Starfs­mönn­um Mosfellsbæjar verður veitt frí eft­ir há­degi þann 19. júní til að fagna 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar ís­lenskra kvenna. 

Í tilkynningu frá bænum segir að þetta sé ákvörðun sem tekin hefaf verið eftir hvatningarorð frá Rík­is­stjórn Íslands sem hefur hvatt vinnu­veit­end­ur, jafnt á al­menn­um vinnu­markaði sem og hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um, til að gera starfs­mönn­um sín­um kleift að taka þátt í skipu­lögðum hátíðar­höld­um þenn­an dag.

„Stofnanir bæjarins verða því lokaðar eft­ir há­degi 19. júní. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn- og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt,“ segir í tilkynningu. 

Tryggingafélagið VÍS og Íslandsbanki tilkynntu í gær að þau hyggðust gefa starfsfólki sínu frí eftir hádegi þennan dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka