Auður ráðin framkvæmdastjóri UMFÍ

Auður Inga Þorsteinsdóttir.
Auður Inga Þorsteinsdóttir.

Auður Inga Þorsteinsdóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og tekur við starfinu frá og með 1. júní.

Auður Inga er fædd árið 1978 og hefur undanfarin 9 ár verið framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi, segir í fréttatilkynningu. Áður var hún deildarstjóri á tveimur leikskólum í Noregi og þar á undan gegndi hún starfi yfirþjálfara hjá Gerplu.Þá hefur Auður einnig  þjálfað fimleika hjá Gerplu og hjá Kolbotn í Noregi.

Auður Inga lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2002 og útskrifast í júní með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Auður Inga var valin úr hópi ríflega sjötíu umsækjenda en Hagvangur aðstoðaði stjórn UMFÍ við ráðningarferlið. Hún tekur við starfinu af Sæmundi Runólfssyni sem gegnt hefur því í rúm 23 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert