Auður Inga Þorsteinsdóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og tekur við starfinu frá og með 1. júní.
Auður Inga er fædd árið 1978 og hefur undanfarin 9 ár verið framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi, segir í fréttatilkynningu. Áður var hún deildarstjóri á tveimur leikskólum í Noregi og þar á undan gegndi hún starfi yfirþjálfara hjá Gerplu.Þá hefur Auður einnig þjálfað fimleika hjá Gerplu og hjá Kolbotn í Noregi.
Auður Inga lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2002 og útskrifast í júní með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Auður Inga var valin úr hópi ríflega sjötíu umsækjenda en Hagvangur aðstoðaði stjórn UMFÍ við ráðningarferlið. Hún tekur við starfinu af Sæmundi Runólfssyni sem gegnt hefur því í rúm 23 ár.