Hafa rætt við hátt í tíu vitni

Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu.
Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Búið er að ræða við hátt í tíu vitni vegna slyssins við Reykdalsstíflu í Hamarkotslæk í Hafnarfirði síðastliðinn þriðjudag þar sem tveir ungir bræður festust í fossi. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Yngri drengnum er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 

Margt þykir bendir til þess að annar drengurinn hafi farið út í vatnið til að sækja bolta en leikfangið fannst í læknum við rannsókn á vettvangi eftir slysið. „Það beinist allt að þessu bolta, að hann hafi vakið athygli þeirra,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Margeir gerir ráð fyrir að ræða þurfi við einhver vitnanna á ný og taka frekari skýrslur. Vettvangsrannsókn lögreglu lauk sama dag og slysið varð. Hafnarfjarðarbær kannar nú hvernig hægt er að koma í veg fyrir að slys geti orðið á þessu svæði.

Kyrrðar- og bænastund var haldin í Tálknafjarðarkirkju í gærkvöldi en drengirnir, sem eru 9 og 12 ára, eru búsettir á Tálknafirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert