Hafa tekið fánann niður

Ameríski fáninn blakti fyrir ofan inngang American Bar - í …
Ameríski fáninn blakti fyrir ofan inngang American Bar - í sama húsi eru skrifstofur Alþingis Íslendinga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eigendur American Bar í Austurstræti hafa tekið niður bandaríska fána sem voru fyrir ofan báða innganga veitingastaðarins. Er þetta gert í kjölfar kvartana, m.a. frá þingmönnum.

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, alþing­ismaður, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag, að hann teldi óþolandi, þegar hann gengi inn í skrif­stofu­hús­næði Alþing­is við Austurstræti, að ganga und­ir banda­ríska fán­ann. „Þetta er óboðlegt og óþolandi,“ sagði Vil­hjálm­ur. Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, tók í sama streng og Vil­hjálm­ur.

Ingvar Svendsen, eigandi American Bar staðfesti í samtali við mbl.is í dag að búið væri að taka bandaríska fána sem voru við innganga veitingastaðarins niður. Nokkuð er síðan að fáninn sem er Austurvallarmegin á húsinu var fjarlægður vegna kvartanna. Í dag var svo fáni, sem var Austurstrætismegin, tekinn niður.

American bar er til húsa að Aust­ur­stæti 8-10. Stór hluti byggingarinnar er leigður út undir skrifstofur Alþingis.

Frétt mbl.is. Algjörlega óboðlegt og óþolandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert