Drengurinn kominn af gjörgæslu

Frá vettvangi slyssins fyrr í vikunni.
Frá vettvangi slyssins fyrr í vikunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Drengurinn, sem var hætt kominn við Reykjadalsstíflu í Hafnarfirði fyrr í vikunni ásamt bróður sínum, var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í morgun samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Hann dvelur nú á Barnaspítala Hringsins. Heimildir mbl.is herma að batahorfur séu góðar.

Drengnum, sem er 9 ára gamall, var haldið sofandi í öndunarvél fyrst eftir slysið en vakinn á föstudaginn. Bróðir hans, sem er 12 ára, var endurlífgaður á slysstað. Bræðurnir voru að reyna að ná bolta sem hafði farið í Lækinn í Hafnarfirði við stífluna þegar þeir lentu í vatninu. Systir þeirra 11 ára var með þeim og hringdi í móður barnanna sem hafði samband við Neyðarlínuna.

Karlmaður á þrítugsaldri og lögreglumaður reyndu að ná drengjunum upp úr vatninu þar til frekari hjálp barst. Báðir drengirnir og karlmaðurinn voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Eldri bróðirinn og maðurinn voru fljótlega útskrifaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert