Drengurinn er við góða heilsu

Frá björgunaraðgerðum í Reykjadalsstíflu í Hafnarfirði fyrr í vikunni.
Frá björgunaraðgerðum í Reykjadalsstíflu í Hafnarfirði fyrr í vikunni. mbl.is/Kristinn

Dreng­ur­inn, sem var hætt kom­inn við Reykdals­stíflu í Hafnar­f­irði fyrr í vik­unni ásamt bróður sín­um, er við góða heilsu samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Hann var útskrifaður af gjör­gæslu­deild spítalans í gær og dvel­ur nú á Barna­spítala Hrings­ins.

Drengn­um, sem er 9 ára gam­all, var haldið sof­andi í önd­un­ar­vél fyrst eft­ir slysið en vak­inn á föstu­dag­inn. Bróðir hans, sem er 12 ára, var end­ur­lífgaður á slysstað. Bræðurn­ir voru að reyna að ná bolta sem hafði farið í Læk­inn í Hafnar­f­irði við stífl­una þegar þeir lentu í vatn­inu. Syst­ir þeirra 11 ára var með þeim og hringdi í móður barn­anna sem hafði sam­band við Neyðarlín­una.

Karl­maður á þrítugs­aldri og lög­reglumaður reyndu að ná drengj­un­um upp úr vatn­inu þar til frek­ari hjálp barst. Báðir dreng­irn­ir og karl­maður­inn voru í kjöl­farið flutt­ir á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar. Eldri bróðir­inn og maður­inn voru fljót­lega út­skrifaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert