Höfnuðu flestum beiðnum um undanþágu

Úr kjúklingabúi. Myndin er úr safni.
Úr kjúklingabúi. Myndin er úr safni. Árni Sæberg

Sex beiðnir hafa borist til undanþágunefndar vegna verkfalls dýralækna sem hófst á miðnætti. Nefndin tók til starfa í dag og tók allar beiðnirnar til umfjöllunar. Fimm þeirra var hafnað en fresta þurfti ákvörðun í einu máli þar sem nefndin fékk ekki viðeigandi upplýsingar.

Frétt mbl.is: Slátra engu og bíða svara

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun sneri ein beiðnin að innflutningi á gæludýrum sem eiga að fara í einangrunarstöð áður en þau mega fara til eigenda sinna, fjórar voru frá svína- og alifuglaframleiðendum og ein frá einstaklingi sem vildi flytja inn hund.

Nefndin skilaði ekki rökstuðningi vegna beiðnanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert