„Við vorum með tvo hatta“

Pétur Kristinn í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Pétur Kristinn í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Deild eig­in viðskipta Kaupþings var í raun með tvo hatta, bæði sem viðskipta­vaki og fjár­fest­ir sem stóð í stöðutök­um. Þetta sagði Pét­ur Krist­inn Guðmars­son, fyrr­ver­andi verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi og einn ákærðu í stóra markaðsmis­notk­un­ar­máli Kaupþings.

Voru vaki og fjár­fest­ar á sama tíma

Sér­stak­ur sak­sókn­ari gerði mikið úr því að strang­ar regl­ur giltu um viðskipta­vaka, en Pét­ur sagði að þeir hefðu ekki verið hefðbund­inn slík­ur, held­ur hafi hlut­verk þeirra verið einskon­ar þjón­usta við hlut­hafa með að auka selj­an­leika bréfa. Á sama tíma hafi deild­in verið fjár­fest­ir sem sá tæki­færi þegar fólk seldi bréf en losaði svo við þau þegar verð hækkaði.

„Þetta eru þess­ir tveir hatt­ar, við erum að hugsa um selj­an­leik­ann og svo er þessi stöðutaka,“ sagði Pét­ur í dómsaln­um í morg­un. Spurði sak­sókn­ari hann hvort þetta væri eðli­leg hegðun viðskipta­vaka og sagði Pét­ur ljóst að þeir hafi verið kveikja að viðskipt­um og að viðskipta­vakt gangi út á það. Þá hafi þeir losað sig við bréf í bank­an­um, þótt það hafi að meiri­hluta verið gert gegn­um utanþingsviðskipti, en ekki í sjálf­virku kerfi Kaup­hall­ar­inn­ar.

Langt inn­an laga um eig­in viðskipti

Ekk­ert við þetta væri óeðli­legt eða ólög­legt og þeir hafi verið inn­an allra laga sem giltu um eig­in viðskipti. Benti hann á að rammi þeirra hafi verið rétt und­ir 5% af heild­ar­bréf­um í bank­an­um, en lög­in banni að bank­inn eign­ist meira en 10%.

Sagði Pét­ur að deild eig­in viðskipta hafi verið stór í bæði kaup­um og söl­um. Þegar sak­sókn­ari spurði af hverju þeir hafi ekki selt í gegn­um kerfi Kaup­hall­ar­inn­ar sagði Pét­ur að það hefði verið ákvörðun yf­ir­stjórn­ar. Sagði hann þó fyr­ir­mæli hafa komið um að kaupa meira af bréf­um þegar fram­boð var um­fram eft­ir­spurn og að slík hafi komið frá yf­ir­mönn­um sín­um.

Upp­safnað tap var 6,3 millj­arðar

Upp­safnað tap bank­ans vegna eig­in viðskipta var á tíma­bil­inu 1. nóv­em­ber 2007 til 8. októ­ber 2008, 6,3 millj­arðar. Aðspurður hvort slíkt hafi þótt eðli­legt sagði Pét­ur að staðan hafi auðveld­lega snú­ist við. Þannig hafi upp­söfnuð staða verið í tapi, farið í núllpunkt og aft­ur tap og svo í hagnað áður en hún fór aft­ur í mín­us. Benti hann á að á rúm­lega mánuði við upp­haf árs 2008 hafi bank­inn farið úr 3 millj­arða tapi í 2,5 millj­arða í hagnað. „Við höfðum trú á markaðinum,“ sagði hann um áfram­hald­andi viðskipti þrátt fyr­ir tapið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert