Skuldi þingverðinum afsökunarbeiðni

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég tel að háttvirtir þingmenn Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson skuldi þingverðinum, starfsmönnum Alþingis og okkur öllum á þessum vinnustað afsökunarbeiðni vegna þessa óþarfa upphlaups og óboðlegra ásakana í garð þingvarðar sem sinnti starfi sínu af alúð og tryggð.“

Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Vísaði hann var til máls sem kom upp fyrir helgi þar sem mótmælandi veittist að þingverði fyrir utan Alþingishúsið en þingvörðurinn var þá að skola burt skilaboð sem hópur mótmælenda hafði skrifað með krít á stéttina fyrir framan Alþingishúsið. Þingvörðurinn tók á móti og sneri mótmælandann niður.

Birgitta sagði á Facebook-síðu sinni eftir að atburðurinn átti sér stað að framganga þingvarðarins væri ólíðandi og Jón Þór fór fram á að forsætisnefnd rannsakaði málið. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur lýst því yfir að rannsókn nefndarinnar hefði leitt til þeirrar niðurstöðu að framganga þingvarðarins hefði verið eðlileg. Jón Þór tók undir það í dag en sagði engu að síður rangt af þingverðinum að hafa sprautað á mótmælendur.

Fréttir mbl.is:

Rangt að sprauta á mótmælendur

Eðlileg viðbrögð þingvarðar

„Ólíðandi“ vinnubrögð þingvarða

Lenti í átökum við þingvörð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert