Bjarni Einarsson, faðir drengjanna tveggja sem voru nær drukknaðir í læknum við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í síðustu viku segir það hafa verið gríðarlegan létti þegar yngri drengurinn, Hilmir Gauti, vaknaði á föstudag, en honum hafði verið haldið sofandi í öndunarvél fram að því.
Ítarlegt viðtal við föður drengjanna má lesa hér.
Eldri bróðirinn, Einar Árni, var endurlífgaður á slysstað. Bræðurnir hafa náð undraverðum bata þrátt fyrir að aðeins sé vika liðin frá því slysið varð og hlaupa nú um ganga Barnaspítalans.
Ítarlegt viðtal við föður drengjanna