Skortur á kjöti ekki gild ástæða

mbl.is/Helgi Bjarnason

Tímabundinn skortur á tilteknum matvælum telst hvorki ógna dýravelferð né heilsu dýra og manna. Því er slíkur skortur ekki gild ástæða til undanþágu, segir í tilkynningu frá Dýralæknafélagi Íslands.

Dýralæknar sjá til þess að matvæli séu örugg til neyslu  og koma í veg fyrir að sjúkdómar í dýrum smitist yfir í menn, segir í tilkynningunni. 

„Að gefnu tilefni vill Dýralæknafélag Íslands taka fram að dýravelferð og heilsa dýra og manna er alltaf höfð að leiðarljósi þegar veittar eru undanþágur frá yfirstandandi verkfalli dýralækna sem starfa hjá ríkinu. Undanþágur eru einungis veittar á þessum forsendum.

Tímabundinn skortur á tilteknum matvælum telst hins vegar hvorki ógna dýravelferð né heilsu dýra og manna. Því er slíkur skortur ekki gild ástæða til undanþágu, segir í tilkynningunni.

Frétt mbl.is: Höfnuðu flestum beiðnum um undanþágur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert