Áfrýja máli Snorra til Hæstaréttar

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson mbl.is/Jóhannes.tv

Bæjarráð Akureyrar ákvað á fundi sínum í morgun að áfrýja til Hæstaréttar Íslands niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 10. apríl sl. í máli Akureyrarkaupstaðar gegn Snorra Óskarssyni og innanríkisráðuneytinu til réttargæslu.

Snorri var í byrjun apríl sýknaður af kröf­um bæj­ars­ins í héraðsdómi Norður­lands eystra. Bær­inn krafðist þess að úr­sk­urður inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, um að upp­sögn Snorra frá störf­um við Brekku­skóla á Ak­ur­eyri væri ólög­mæt, yrði felld­ur úr gildi.

„Afar brýnt er að fá úrskurð Hæstaréttar um mörk tjáningarfrelsis kennara í grunnskólum og ábyrgð þeirra þegar kemur að umfjöllun um minnihlutahópa,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ um málið.

„Eðli málsins samkvæmt geta kjörnir fulltrúar Akureyrarkaupstaðar og embættismenn bæjarins ekki tjáð sig frekar um einstaka þætti þessa máls fyrr en niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert